Veldu aðilann á kortinu sem er næst tjónastaðnum eða hefur fæstan fjölda skoðana á sinni könnu. Upphafsstafir viðkomandi sýna hvar hann er staddur á kortinu.

Hér getur þú einnig séð fjarlægðina frá upphafspunkti skoðunarmannsins ásamt fjarlægðinni að tjónahlutnum frá næstu skoðun sem var bókuð. Smelltu á listann eða táknið til að skoða fjarlægðina frá öllum bókuðum skoðunum til umrædds tjónahlutar ásamt ítarlegum upplýsingum um aðilann og úthluta skoðun.

Skoðunarmaðurinn getur síðan opnað skoðunina í síma eða spjaldtölvu í forritinu MepsBesiktning.
(Lýsingu á forritinu er að finna í sérstöku skjali).



Þú getur valið skoðunardag strax við úthlutun og merkt við ef haft var samband við viðskiptavininn.
Þú getur líka smellt á skoðun á listanum yfir skoðanir til að breyta tíma og/eða dagsetningu. Þetta geta allir notendur innan sama fyrirtækisins/sömu rekstrareiningarinnar gert. Þegar tíma bókaðrar skoðunar er breytt fær skoðunarmaðurinn tilkynningu um slíkt í tölvupósti.