Myndatexti í verkbeiðni Beta
Nú er hægt að skrifa skýringartexta á myndir í nýju verkbeiðni útgáfu okkar í Beta. Þær eru birtar í MEPS-myndum, skjölum og útreikningum. Þannig verður auðveldara að stjórna myndum og skoða þær í MEPS.

 

Endurbætt valmynd fyrir myndir og skjöl
Valmyndin í „Myndum og skjölum“ hefur verið endurbætt og gerð greinilegri með því að auðveldara er að greina á milli fyrirsagna og mappa.

 

Flytja margar myndir samtímis í appinu 

Í skoðunarappi MEPS er nú hægt að velja nokkrar myndir í einu í myndasafni myndavélarinnar og færa þær í skoðun. Í fyrstu er þetta aðeins hægt í Android.

 

Litir í útreikningi og yfirferð – uppfært í júní mánuði

Við höfum breytt því hvernig MEPS lætur vita að breytingar hafi verið gerðar á kóðalínunni í MEPS-útreikningi. Verði sjálfgefnu efni breytt í annað efni í kóðalínunni verður héðan í frá vakin athygli á því með gulri merkingu. Það sama gerist ef þú breytir sjálfgefinni starfsgrein í aðra starfsgrein. Áður var merkingin rauð. (Sé „Staðgreitt“ uppgjör valið sem starfsgrein verður þó ekkert merkt).

Breytingin er hluti af vinnu okkar við að fínstilla það hvernig litir skuli sýna mismunandi þætti í MEPS. Fleiri svipaðar litabreytingar eru fyrirhugaðar síðar meir hvað varðar útreikninga og yfirferð.

 

Nýjar MEPS-reglur og leiðbeiningar

CAB hefur gert mat á reglum og leiðbeiningum í MEPS sem leiða til nýs fyrirkomulags og skýrara innihalds leiðbeininganna. Gert er ráð fyrir að uppfæra íslensku leiðbeiningarnar á komandi haustmánuðum.