Sívirk rakamæling MEPS

Rakamælingar í MEPS hafa hingað til verið tengdar ákveðinni skoðun. Þegar skoðun lýkur er rakamælingunni lokið. Nú verður rakamæling hins vegar bundin verkefninu. Þetta þýðir að hægt er að stjórna og stofna rakamælingu, bæði í skoðun, verkbeiðni og í verkinu sjálfu. Rakamælingin er í gangi og lifandi allan starfstíma verkefnisins eða eins lengi og notandinn vill. Hægt er að merkja rakamælingu sem afgreidda og þá er búin til rakaskýrsla.

Rakapunktar geta eins og áður verið á grunnteikningu. Litur þessara punkta verður nú gulur, bæði í MEPS teiknitólum og í Floor Plan Creator - í MEPS. 

Breytingar vegna rakamælinga verða uppfærðar jafnóðum nú í mars. 


Almennar skoðunarreglur

Nú er fyrir hendi almennt skoðunareyðublað sem notandinn getur gefið eigið nafn. Það má nota fyrir mismunandi afstemmingar eða sem frummælingu.


Uppfært teiknitól í MEPS

Teiknitólið í MEPS hefur verið uppfært hvað varðar útlit og veitir nú betri upplýsingar um staðsetningu og rakastig.


Hlutalýsing og hagnýtar upplýsingar 
Útlit þessara síðna hefur verið uppfært en virknin er óbreytt.


Breytingar á skápakóðum MEPS 

Við höfum breytt MEPS kóðum fyrir skápa. Kóðarnir hafa verið lagaðir að gerð nútíma eldhúsinnréttinga með fleiri skúffum og öðrum þáttum í eldhúsum. Ýmsir kóðar hafa verið fjarlægðir og þeim skipt út fyrir nýja. Nánari upplýsingar hér að neðan / um tengilinn. 

Breytingar á skápakóðum MEPS : Support Fasteignir (cab.se)